Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.01.2006 21:48

Skipin rifin í tætlur í Danmörku.

Eiríkur frændi minnn Guðmundsson býr nú í danaveldi og er hann var á ferðinni í Grenaa á Jótlandi rakst hann á nokkur kunnuleg íslensk skip. Þau voru greinilega að enda sitt líf eins og Eiki sagði er hann sendi mér myndir sem hann tók af þeim . Þetta ku nefnilega vera á þeim slóðum þar sem menn dunda sér við að rífa skip í tætlur eða brotajárn eins og sagt er. Þarna koma fyrrum húsvísk skip við sögu og á myndinni hér að neðan eru tvö þeirra.

 

Báturinn fremst á myndinni er Brynjólfur ÁR 3 sem var nú síðustu árin í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann var smíðaður í Noregi 1962, í Risör, fyrir útgerðarfélagið Svan hf. á Húsavík (heimild Íslensk skip, 4 bindi eftir Jón Björnsson) og hét Helgi Flóventsson ÞH 77. Skipaskrárnúmer 93. Togarinn fyrir aftan það sem eftir er af Brynjólfi ÁR er Húsey ÞH 383 sem var í eigu Íshafs hf. á Húsavík um skeið en hét lengst af Hólmanes SU 1. Togarinn var smíðaður 1974 í Vigo á Spáni og var með skipaskrárnúmerið 1346.

Hér standa gömul stýrishús í röðum og það fremsta er af Stafnesi KE 130, báti sem síðast var í eigu Þorbjarnar Fiskaness hf. í Grindavík. Upphaflega hét báturinn Sigurborg SI 275, smíðaður fyrir þá Þráinn Sigurðsson á Siglufirði og Þórð Guðjónsson Akranesi í Hollandi árið 1965. (Heimild Íslensk skip, 3 bindi eftir Jón Björnsson)

Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401804
Samtals gestir: 2008550
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 13:01:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is