Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.01.2006 21:57

Loðnan ekki alveg búin, Björg Jónsdóttir ÞH með fyrsta loðnufarminn til Neskaupsstaðar á árinu

Björg Jónsdóttir ÞH 321 frá Húsavík var fyrsta skipið til að landa loðnu á Neskaupsstað á árinu 2006 og er eftrifarandi frétt tekin af vef Síldarvinnslunnar:

Fyrstu loðnu ársins landaði til vinnslu í Neskaupstað
Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom í morgun með fyrstu loðnu ársins til Neskaupstaðar í frystingu. Loðnan fékkst á loðnumiðunum norður af Langanesi, en góð veiði hefur verið hjá þeim skipum sem hafa verið á miðunum síðustu daga. Skipstjórar segja töluvert efni vera á ferðinni enda hafa skip verið að fá góð hol síðustu daga og lóðningar verið að skila góðu. Rannsóknarskipið er á Seyðisfirði og heldur aftur til loðnurannsókna með kvöldinu og ætti að vera á slóðum veiðiskipanna um helgina. Það er ekki óalgengt að þorrinn og loðnan fylgist að og vonum við að óábyrgar hrakspár einstakra þingmanna um loðnustofninn breyti engu þar um. Það er alveg ljóst að mikið er í húfi hjá þeim fyrirtækjum sem byggja afkomu sína á loðnustofninum. Hundruðir starfa eru í uppnámi og eiga mörg byggðarlög mikið undir.

2618.Björg Jónsdóttir ÞH 321.

 

Gísli S Gíslason hafnarstjóri afhenti Sigurði Bjarnasyni skipstjóra á Björgu Jónsdóttir tertu allstóra í tilefni þess að um fyrstu löndun ársins var að ræða en ég var ekki á staðnum til að mynda. Ég birti hins vegar hér mynd mynd sem ég tók sumarið 1989 er ég fór einn afleysingatúr á Björgu Jónsdóttur. Ef mig minnir rétt var þetta fyrsti túr Sigga sem skipstjóra. Ef svo er ekki getur einhver sem veit betur commentað um það hér að neðan. 
 
 
Sigurður Bjarnason.
 
Þetta er Björgin sem um ræðir að ofan.
 
973.Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Galti ÞH 320.

 

Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401804
Samtals gestir: 2008550
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 13:01:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is