Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

15.01.2006 21:44

Myndir notaðar í leyfisleysi

Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég hafi ekki tengla inn á fleiri heimasíður skipa- og bátasala, það sé svo gott að hafa þetta á einum stað.

Þessu hef ég átt auðvelt með að svara, ég lít þjófnað alvarlegum augum, það er því mjög auðvelt fyrir mig að ákveða það hvaða skipasölur ég vísa á. Það eru einfaldlega þær sem virða rétt minn á ljósmyndum mínum og eru ekki að stela þeim af netinu til að nota í auglýsingum.

Rakst á skemmtilega orðsendingu um svona mál á heimasíðu Kvótamarkaðsins, hún er svona:

Af gefnu tilefni skal eftirfarandi tekið fram:
Kvótamarkaðurinn ehf. leggur mikið á sig til að þjónusta viðskiptavini sína sem allra best m.a. með því að, oftar en ekki, ferðast um langan veg til þess að taka myndir af bátum, fiskvinnsluvélum og öðrum eignum sem viðskiptavinir félagsins hafa hug á að selja. Æ oftar ber á því að aðrir kvóta- og skipasalar fari á vefinn hjá Kvótamarkaðinum og noti þær myndir sem þar eru til þess að snapa sér viðskipti. Þetta er með öllu ólíðandi og áskilur Kvótamarkaðurinn ehf. sér fullan rétt til þess að innheimta þóknun samkvæmt gildandi gjaldskrá félagsins fyrir óheimil afnot af myndu þeim sem hér eru birtar og eru eign félagsins.

Svo mörg voru þau orð en samt eru á söluskrá þessa fyrirtækis núna 3 myndir eftir mig sem aldrei hefur verið beðið um leyfi fyrir að nota.

. Mónes NK ex Dúddi Gísla GK

 Knolli GK 3 ex Nóna GK

 Berti G ÍS ex Gyða Jónsdóttir EA ex Björn EA

 

Flettingar í dag: 538
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394463
Samtals gestir: 2007272
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 15:00:33
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is