Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.12.2005 23:12

Aron ÞH 105, nýr glæsilegur bátur í flota Húsvíkinga.

Nýr yfirbyggður línubátur, Aron ÞH 105, kom til heimahafnar á Húsavík seint í gærkveldi eftir heimsiglingu frá Akranesi. Það var fyrirtækið Spútnikbátar ehf. á Akranesi sem smíðaði bátinn sem er af gerðinni Spútnik 3 de Lux.

Útgerðarfyrirtækið Knarrareyri ehf. er eigandi Arons ÞH og að sögn Stefáns Guðmundssonar skipstjóra er báturinn um 15 brúttótonn að stærð og verður gerður út í krókaaflamarkskerfinu.

Aron ÞH er með 650 hestafla Yanmar aðalvél og er báturinn glæsilegur að sjá, jafnt að utan sem innan. Um borð er Mustad línubeitningarkerfi, 12 rekkar, sem taka um 15000 króka línu og verður því enginn balaburður hjá áhöfn þessa báts.

Sputnik 3 de Luxe

2651.Aron ÞH 105

Aron ÞH 105 er annar yfirbyggði smábáturinn útbúinn línubeitningarvél sem kemur í flota húsvíkinga á skömmum tíma. Karólína ÞH 111 kom fyrir einum og hálfum mánuði og var þá fyrsti smábáturinn í flota norðlendinga  með beitningavél um borð.  Í millitíðinni kom beitningavélabátur til Hríseyjar þegar útgerðarfélagið Rif ehf. festi kaup á Matthíasi SH frá Rifi.  Hefur báturinn, sem er af gerðinni Seigur 1160, fengið nafnið Svanur og einkennisstafina EA 114.

Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401789
Samtals gestir: 2008550
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 12:26:24
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is