Þá er skoðanakönnuninni um það hvort eikarbátar, stálbátar eða plastbátar eru fallegastir lokið og afgerandi úrslit liggja fyrir. Það kusu fjörutíu aðilar og 82,5 % svöruðu því til að þeim þætti eikarbátarnir fallegastir. 15 % sögðu stálbátana vera fallegasta en aðeins 2,5 % plastbátana.

1153.Búi EA100
Búi EA 100 er einn af þeim fallegastu eikarbátum sem eru í flotanum í dag að mínu mati, vel útlítandi og umhirða góð að sjá. Búi er smíðaður á Seyðisfirði 1971og hét upphaflega Sæþór SU, síðar bar hann einkennisstafina SF þar til hann fékk Búa nafnið og einkennisstafina EA 100.