Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

05.12.2005 22:23

Kallarnir komnir inn

Þegar maður hittir mann og annann á förnum vegi þessa dagana berst þessi myndasíða mín oft í tal. Hafa margir haft á orði hvort ég ætti ekki myndir af körlunum í fjörunni, þ.e.a.s. sjómönnum , beitningamönnum og öðrum þeim sem þar vinna eða dvelja löngum stundum í kringum hina karlanna.  Því hef ég nú komið því verk að búa til albúm af körlunum og eru þó nokkrar myndir komnar inn og margar eftir að bætast við.  Vona að menn hafi gaman af þessu.

123.is Heimir Bessason.jpg

Þetta er einn af köllunum, Heimir Bessaon skipstjóri og útgerðarmaður á Lauga ÞH.

Þegar þessi mynd birtist í Morgunblaðinu í sumar birtist eftirfarandi í blaðinu daginn eftir: Frá því var sagt í Minni stund í gær, að Heimir Bessason hefði keypt Sómabát úr Grímsey og ætti hann að heita Laugi. Hann var að koma úr róðri, hafði verið við Mánáreyjar, Háey og Lágey. Karl af Laugaveginum kvað:

 

Mið og strauma þekkir þar

þó hann fari að kula

Heimir út við eyjarnar

eltist við þann gula.

 

Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401804
Samtals gestir: 2008550
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 13:01:21
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is