Þá er fyrstu skoðanakönnuninni lokið, spurt var "Í hvoru Sjómannalmanakinu eru betri skipamyndir" og var þar átt við Skerplu
og Athygli.
Skemmst er frá því að segja að 88,89 % þeirra sem svöruðu þóttu Skerplumyndirnar betri, það segir okkur að 11,11 % fannst Athyglismyndirnar betri.
Það virðist eitthvað lítið vera að frétta úr sjávarútvegnum hér á landi í dag og t.a.m voru sjö af átta fréttum (fyrir utan það sem tekið var upp úr síðasta tölublaði Fiskifrétta) á skip.is í dag erlendis frá. Íslenska fréttin var sú að Björn Friðrik Brynjólfsson hefði verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Gott að fá þingeying í djobbið. Samt var ýmislegt að frétta t.d. fengu Huginn og Björg Jónsdóttir loðnu og mogginn sýndi okkur mynd ad nýja Aron ÞH. Þannig er nú það og ný skoðanakönnun birtist innan skamms.