Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

21.11.2005 17:07

Nýr bátur til Stykkishólms

Nýr bátur til Stykkishólms

1291.Sæþór EA 101.jpg

 

Nýr 150 tonna bátur sem mun bera nafnið Arnar SH 157 kom til Stykkishólms fyrir helgina, hér er um að ræða Sæþór EA 101 sem Útgerð Arnars ehf. keypti frá Árskógssandi.  Fyrir á útgerðin bát með sama nafni sem verður seldur, svo skemmtilega vill til að þann bát keypti útgerðin einnig frá Árskógssandi en þar hét hann Sólrún EA 351. Hinn nýji Arnar er smíðaður á Ísafirðir 1973 og hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12, síðar Jón Helgason SF 15 þar til hann fékk nafnið Votaberg SU 14 sem hann bar allt þar til útgerðarfélagið G.Ben sf. á Árskógssandi keypti hann.  Eins og sést á myndinni hér að neðan hefur báturinn gengið í gegnum miklar breytingar frá því G.Ben sf. keypti hann. 

Sæþór EA.jpg

Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14.

 

 

Flettingar í dag: 376
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394301
Samtals gestir: 2007243
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 07:25:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is