Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

07.11.2005 23:23

Karólína ÞH 111, nýr glæsilegur línubátur

2690.Karólína ÞH 111.jpg

Nýr og glæsilegur línubátur til Húsavíkur.

Fimmtudaginn 3 nóvember sl. kom nýr og glæsilegur bátur til heimahafnar á Húsavík.  Hann heitir Karólína ÞH 111 og skrifaði ég eftirfarandi frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 4 nóvember sl. :

Nýr línubátur til Húsavíkur

Nýr og glæsilegur línubátur bættist í flota Húsvíkinga nú í vikunni er Karólína ÞH 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Karólína ÞH 111 er af gerðinni Cleópatra 38, smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Nýr og glæsilegur línubátur bættist í flota Húsvíkinga nú í vikunni er Karólína ÞH 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Karólína ÞH 111 er af gerðinni Cleópatra 38, smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er yfirbyggður og með línubeitningakerfi frá Mustad fyrir 15000 króka um borð auk línu- og færaspila frá Beiti.

Báturinn er 15 brúttótonn að stærð og rúmar lest hans 12 660 lítra kör. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta en svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Þá er í bátnum innangeng upphituð stakkageymsla.

Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið Dodda ehf. en að því standa Haukur Eiðsson skipstjóri, Örn Arngrímsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson, sem eru í áhöfn bátsins, ásamt Gunnlaugi Karli Hreinssyni, eiganda GPG fiskverkunar á Húsavík. Þeir félagar keyptu einnig á haustdögum útgerðarfélagið Kristínu ehf. á Suðureyri og segir Gunnlaugur Karl að með þeim kvóta sem því fylgdi sé kvóti Karólínu ÞH um 700 þorskígildistonn í krókaaflamarkskerfinu. Þeir Haukur og Gunnlaugur eru frændur og er báturinn nefndur eftir ömmu þeirra, Karólínu Friðbjarnardóttur. Auk þess eiga þeir báðir dætur sem bera þetta nafn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE, 700 hestöfl tengd ZF gír. Þá er báturinn einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu hans. Í brúnni eru siglingatæki af gerðinni Furuno frá Brimrúnu og öryggisbúnaður hans kemur frá Ísfelli og Viking.

Þá mun Karólína vera fyrsti báturinn af þessu tagi, þ.e.a.s. yfirbyggður smábátur með línubeitingarvél, sem gerður er út frá Húsavík og Norðurlandi ef menn telja ekki aðkomubáta með.

Karólína ÞH 111, eigendur .net.jpg 

Flettingar í dag: 267
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9394908
Samtals gestir: 2007347
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 06:02:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is